RUSKOVILLA - silki & ull


Ruskovilla eru finnskar gæðaflíkur sem henta Íslendingum í útivist og útivinnu alla 12 mánuði ársins. Hér færðu í fullorðinsstærðum skógargrænar og svartar peysur, boli og föðurland úr 100% merino ull, lífrænt vottaðri (IVN/GOTS, IMO) ásamt svörtum bolum og gammosíum úr 100% silki, lífrænt vottuðu (GOTS). Lífræn framleiðsla stendur fyrir aðferðir sem ekki eru skaðlegar umhverfi eða heilsu og velferð fólks, plantna og dýra.